Sunnudagur

Hæ,

Sit hérna baðaður í kertaljósi. Mér var svo kalt að ég varð bara að taka fram logana. Allir ofnar komnir í gang líka. Held að ég eigi það inni hjá orkuveitunni hérna. Ég er búinn að spara ofnana síðan ég flutti hingað inn.

Ég verð heima á morgun af því að Matthías var með smá hita í dag og óþarfi að taka séns. Ég kíkti á Sólrúnu í dag og fékk smákökur, brauðbollur og smá ... nei ok ekki smá af lagtertu líka. Úff hvað þetta var gott allt saman. Þannig að ég grenntist ekki í dag það er ljóst ;)

Sit hérna og kíki aðeins á Amerískan fótbolta hér í danska kassanum. Ég er farinn að horfa oftar og oftar á þetta og bara gaman. Hef ekki misst af úrslitaleiknum í nokkur ár í röð, en ekki spáð mikið í deildarleikina. Núna eru Miami Dolphins og New England Patriots að spila og leikurinn er þrælskemmtilegur. New England eru meistara frá í fyrra.

Jamm, þá er leiknum að ljúka. Best að taka tvo kafla fyrir svefninn.

sjáumst og munið aðeins 5 helgar í jól.

Arnar Thor

Ummæli

Sif sagði…
þú hefur greinilega lifað skautaferðina af. Til hamingju með það!

Vinsælar færslur